Fjármálastærðfræði – Grunnur að námi

kr. 750

ISBN númer: 9789979994305
Höfundur: Ómar Skapti Gíslason, Viðskiptafræðingur
Faglegur yfirlestur: Torfi Kristinsson, Viðskiptafræðingur
Prófarkalestur: Jóhann M. Elíasson, Rekstrarfræðingur
Útgefandi: Ritskinna, 2011
stærð: A4 á 300 gr. pappír, 6 blaðsíður

Markmið með útgáfu þessari er að skýra á góðan hátt öll grunnatriði er varðar fjármálastærðfræði. Hér eru saman komnar á einum stað haldgóðar leiðbeiningar sem allir hafa gagn af að hafa við höndina. Verk þetta skýrir og sýnir hvernig reiknað er út á einfaldan hátt grunnatriði í fjármálastærðfræði.

Hvernig reiknað er út og fundið eins og: Samsettir vextir í því er fjallað um: höfuðstóll við lok tímans, vaxtagreiðslur við lok tímans, hve langan tíma það taki að ná upp í ákveðinn höfuðstól árafjöldi í ákveðinn höfuðstóll, hvað þurfa vextir að vera háir og að finna upphæð höfuðstóls í upphafi.

Hlutfallsvextir en þar er fjallað um: höfuðstóll við lok tímans, vaxtagreiðslu við lok tímans, að finna upphæð höfuðstóls og árafjöldi í ákveðinn höfuðstóll, hvað þurfa vextir að vera og hverjir ársvextirnir eru í rauninni.

Samfelldir vextir þar er fjallað um: framtíðavirði, núvirði höfuðstóls, að finna vextina, hverjir ársvextirnir eru í rauninni ársvextir í reynd og að finna árafjöldann.

Heildun í samfelldum vöxtum en þar er fjallað um að: finna núvirði jafnra ársgreiðslna, að finna framvirði jafnra ársgreiðslna og að finna jafnar greiðslur á hverjum mánuði.

Runur og raðir en þar er fjallað um eins og: mismunaraðir, kvótaraðir, að finna a-liðinn, að finna n-liðinn, Jafngreiðsluraðir – framvirði, jafngreiðsluraðir – núvirði og að finna greiðslur í hverjum mánuði í núvirði.

Vísitölur eru útskýrðar, sýnt er hvernig vísitala er fundin og hvernig vísitölurgrunnurinn er settur sem 100.Helstu skýringar eru um: vísitölur hvernig reiknuð við út hækkun á vísitölu og hvernig setjum við vísitölu sett á grunninn 100.

Útskýrt er verðtrygging og hvernig hún er reiknuð út. Fjallað er um skuldabréf og munur á óverðtryggðum og verðtryggðum og hvernig það er reiknað út. Hvernig reiknuð er út upphæð víxils. Útskýrt og sýnt hver er grundvöll vaxtaútreiknings og hver er munurinn á raunvöxtum og forvöxtum.

Auk þess er sýnd og kennd álagning, bæði hefðbundin- og framlegðarálagning, kennt að finna út söluaukningu og söluminnkun. Hvert verð vöru er með og án virðisaukaskatt, hvert var upphaflegt verð vöru á útsöluvöru var og hvað er prósentuupphæð þar sem verð hækkar eða lækkar.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,030 kg
Ummál 29,7 × 21 × 0,4 cm