Frekari upplýsingar
Þyngd | 0,906 kg |
---|---|
Ummál | 24,2 × 17,2 × 2,5 cm |
kr. 2.850
ISBN: 9789979931546
Höfundur: 179
Kápa: innbundin, blaðsíður: 351, stærð: 17,2 cm x 24,2 cm
Útgefandi: Pjaxi 2002 í dag sér Ritskinna um sölu og dreifingu.
Árið 2001 voru liðin 50 ár frá því að Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga endurreisti Menningarsjóð þingeyskra kvenna. Til að minnast þessara tímamóta á sem veglegastan hátt ákvað stjórn sjóðsins að gefa út bók með hugverkum eftir þingeyskar konur.
Í verkinu sem fékk nafnið Djúpar rætur eru sögur, ljóð og lög eftir 179 þingeyskar konur. Kveðskapurinn er frá því um miðja átjándu öld og fram til ársins 2002.
Hér er um að ræða margbreytilegt efni, dýrt kveðin ljóð, frásagnir og allt þar á milli – margt af því tærasta og hugljúfasta sem ort hefur verið á íslenska tungu. Bókin gefur dýrmæta sýn á tungutak kvenna, tungumálið sem börnin innbyrða með móðurmjólkinni og á hvað drýgstan þátt í að skapa grunninn að íslensku máli.
Hægt að versla bókina hjá Bókalind á www.bokalind.is https://bokalind.is/baekur/hugverk-kvenna/
Þyngd | 0,906 kg |
---|---|
Ummál | 24,2 × 17,2 × 2,5 cm |